Viðbót við stefnuskrá Mozilla
Krafan um heilbrigt internet
Opna, alþjóðlega internetið er öflugasta samskipta- og samstarfstæki sem við höfum nokkurn tíma séð. Það felur í sér margar okkar björtustu vonir um framfarir mannkynsins. Það gefur ný tækifæri til að læra, byggja upp tilfinningu fyrir sameiginlegri mannúð og leysa brýn vandamál sem fólk stendur frammi fyrir alls staðar.
Á síðasta áratug höfum við séð þetta loforð rætast á margan hátt. Við höfum líka séð kraft internetsins notað til að magna upp sundrungu, hvetja til ofbeldis, ýta undir hatur og vísvitandi hagræða staðreyndum og veruleika. Við höfum lært að við ættum að setja fram óskir okkar um mannlega upplifun af internetinu með skýrari hætti. Við erum að gera það núna.
- Við erum staðráðin í að viðhalda interneti fyrir allar þjóðir jarðarinnar - þar sem lýðfræðileg einkenni einstaklings ráða ekki aðgangi hans á netinu, tækifærum eða gæðum upplifunar viðkomandi.
- Við erum staðráðin í að viðhalda interneti sem stuðlar að borgaralegri umræðu, mannlegri reisn og einstaklingsbundinni tjáningu.
- Við erum staðráðin í að viðhalda interneti sem gefur gagnrýnni hugsun gildi, rökstuddum rökum, sameiginlegri þekkingu og sannanlegum staðreyndum.
- Við erum staðráðin í að viðhalda interneti sem hvetur til samvinnu milli fjölbreyttra samfélaga sem vinna saman að almannaheill.
10 grundvallaratriði okkar
- 
            Meginregla 1Internetið er óaðskiljanlegur hluti af nútíma lífi - lykilþáttur í menntun, samskiptum, samvinnu, viðskiptum, skemmtun og í samfélaginu sem heild. 
- 
            Meginregla 2Internetið er víðvær almenningsauðlind sem verður að vera opin og aðgengileg. 
- 
            Meginregla 3Internetið verður að auðga líf einstaklinga. 
- 
            Meginregla 4Öryggi og friðhelgi einkalífs einstaklinga á internetinu er grundvallaratriði og má ekki meðhöndla sem valkvætt. 
- 
            Meginregla 5Einstaklingar verða að hafa möguleika til að móta netið og sína eigin upplifun á netinu. 
- 
            Meginregla 6Skilvirkni internetsins sem opinberrar auðlindar er háð samvirkni (samskiptareglur, gagnasnið, innihald), nýsköpun og dreifðri þátttöku um allan heiminn. 
- 
            Meginregla 7Frjáls og opinn hugbúnaður stuðlar að þróun internetsins sem opinberrar auðlindar. 
- 
            Meginregla 8Gagnsæ samfélagsleg ferli stuðla að þátttöku, ábyrgð og trausti. 
- 
            Meginregla 9Þátttaka viðskiptalegra hagsmunaaðila í þróun internetsins hefur marga kosti í för með sér; jafnvægi milli viðskiptahagnaðar og almannahagsmuna er mikilvægt. 
- 
            Meginregla 10Að leggja áherslu á almannahagsmuni internetsins er mikilvægt markmið, verðugt tíma, athygli og skuldbindingar.