Um þetta vefsvæði
Vefsvæðið www.mozilla.org hefur verið á netinu í meira en tvo áratugi. Það telst vera frá tímum risaeðlanna talið í internetárum. Sem slíkt er www.mozilla.org hornsteinn vefsins, með rætur í hreyfingu opins hugbúnaðar sem leiddi einnig til fæðingar Mozilla.
Í dag er þetta vefur þar sem fólk kemur til að sækja Firefox, prófa Mozilla VPN, og læra meira um Mozilla. Þú getur líka uppgötvað nokkur páskaegg í leiðinni.
Eins og margt hjá okkur er þessi vefsíða einnig opinn hugbúnaður:
- Skoða grunnkóðann á GitHub
- Tilkynna villu
- Bæta við efni í kóðagrunninn
- Stuðla að þýðingum
- Lesa hjálparskjölin
Tæknilegar upplýsingar
Nokkð af þeim opna hugbúnaði sem notaður er við gerð þessa vefs:
- Django sem bakvinnslukerfi, með Jinja fyrir sniðmát.
- Protocol hönnunarkerfi Mozilla fyrir viðmótshluta og vörumerkingar.
- Mozilla's Fluent staðfærslukerfi fyrir þýðingar tungumála.
- Mörg önnur smærri aðgerðasöfn og kerfi, sem þú getur séð í GitHub kóðasafninu okkar.
Við þökkum öllum Mozilla þátttakendum sem hafa hjálpað til við að gera vefinn að betri stað.