Veldu hvaða Firefox-vafra þú vilt sækja á tungumálinu þínu

Allir eiga skilið aðgang að internetinu - tungumálið þitt ætti aldrei að vera hindrun. Þess vegna – með hjálp sjálfboðaliða um allan heim – gerum við Firefox aðgengilegt á meira en 90 tungumálum.

1. Vafri: Firefox Nightly Veldu annan hugbúnað

2. Stýrikerfi: Veldu úr listanum hér að neðan Fá aðstoð

Lærðu um uppsetningarforrit

  • 64-bita uppsetningarforrit

    Veldu 64-bita uppsetningarforrit fyrir tölvur með 64-bita örgjörva, sem gerir kleift að úthluta meira vinnsluminni til einstakra forrita - sérstaklega mikilvægt fyrir leiki og önnur krefjandi forrit.

  • 32-bita uppsetningarforrit

    Veldu 32-bita uppsetningarforrit fyrir tölvur með 32-bita örgjörva - eða fyrir eldri eða minna öflugar tölvur. Ef þú ert ekki viss hvort þú eigir að velja 64-bita eða 32-bita uppsetningarforrit mælum við með að þú takir 32-bita.

  • MSI-uppsetningarforrit

    Windows-uppsetningarforrit fyrir upplýsingatæknideildir fyrirtækja sem einfaldar uppsetningu, dreifingu og stjórnun á Firefox.

  • ARM64/AArch64 uppsetningarforrit

    ARM64/AArch64 uppsetningarforrit fínstillt fyrir Windows og Linux-tölvur.

  • Microsoft Store

    Þessi valkostur mun opna síðu fyrir Firefox í Microsoft Store vefgáttinni. Ef þú ert að keyra Windows 10 eða Windows 11 hefurðu möguleika á að opna Microsoft Store frá þessari síðu og setja upp Firefox. Ef þú setur upp frá Microsoft Store verða uppfærslur á Firefox einnig vera meðhöndlaðar af Microsoft Store. Það er lítill munur á hegðun og getu Firefox þegar það er sett upp frá Microsoft Store, en fyrir flesta notendur er þessi munur ekki áberandi.

3. Tungumál: Veldu stýrikerfi til að halda áfram

4. Sækja: Veldu stýrikerfi til að halda áfram